Lyfjarisi sektaður um 50 milljarða

Franska lyfjafyrirtækið Servier var í dag sektað um jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna fyrir að hafa í samvinnu við fimm önnur lyfjafyrirtæki tafið markaðssetningu samheitalyfs perindopril, vinsæls blóðþrýstingslyfs. Um er að ræða niðurstöðu eftir rannsókn Evrópusambandsins frá árinu 2008.

Alls námu sektir í málinu 427 milljónum evra, jafnvirði 66,6 milljörðum íslenskra króna, en langhæstu sektina hlaut Servier. Samheitalyfjafyrirtækin Teva, Niche/Unichem, Lupin, Mylan og Krka hlutu einnig sektir fyrir þátt sinn.

Fyrirtækjunum tókst með leynimakki að fresta því að samheitalyf hins nefnda blóðþrýstingslyfs kæmi á markað en samheitalyf eru miklum mun ódýrari en upphaflegu lyfin. „Servier tókst að halda samheitalyfjum frá markaði með því að greiða þeim fyrir sem hugðust í samkeppni við fyrirtækið,“ segir Joaquin Almunia, vara­for­seti fram­kvæmdaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins. „Slík hegðun gengur gegn samkeppni á markaði og er í eðli sínu svívirðileg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK