Virðisrýrnun Rio Tinto 2,9 milljarðar

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Virðisrýrnun fjárfestinga Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, nam 25,3 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir tæpum 2,9 milljörðum króna, í fyrra. Tap félagsins á árinu nam 3,6 milljörðum króna og skýrist því að langmestu leyti af virðisrýrnuninni.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að virðisrýrnunin komi til vegna þess að sextíu milljarða króna fjárfestingarverkefni félagsins, sem ráðist var í árið 2012, hafi ekki skilað því sem til stóð.

„Það er býsna stór hluti af fjárfestingunni sem mun ekki nýtast og í því felst virðisrýrnunin. Til dæmis má nefna ýmsan búnað sem hefur verið keyptur en nýtist okkur ekki og þarf því að selja á miklu lægra verði,“ segir hann.

Tilkynnt var um áformin í mars árið 2012 og kom þá fram í tilkynningu frá félaginu að um væri að ræða stærsta fjárfestingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hruni. Verkefnið var tvíþætt. Annars vegar var um að ræða uppfærslu á búnaði og aukna framleiðslugetu álversins og hins vegar að framleiðsluferli álversins yrði breytt á þann veg að í stað barra yrðu framleiddir svonefndir boltar, sem eru verðmætari afurð.

Drógu úr áætlunum sínum

Í maímánuði í fyrra tilkynnti félagið hins vegar að það hefði dregið umtalsvert úr áætlunum sínum um aukna framleiðslu. Þannig stefndi álverið að því að auka framleiðslugetu sína úr 190 þúsund tonnum á ári í um það bil 205 þúsund tonn, en ekki í 230 þúsund tonn, eins og upphaflega stóð til.

Stjórnendur félagsins sögðu að viðamiklar uppfærslur á straumleiðurum í kerskálum hefðu reynst vandkvæðum bundnar, bæði í tæknilegu og öryggislegu tilliti.

Stefnt er að því að ljúka fjárfestingarverkefninu á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK