Álagningarseðlar birtir í næstu viku

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn

Álagningarseðlar einstaklinga verða birtir á vef ríkisskattstjóra á föstudag í næstu viku. Sama dag mun skattstjóri birta lista yfir 30 hæstu greiðendur álagningar á landinu, en ekki er lengur flokkað eftir skattstjóraembættum. Þá munu álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra dagana 25. júlí til 8. ágúst. 

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir í samtali við mbl.is að þetta sé með hefðbundnu lagi í ár og að engar breytingar séu gerðar frá því í fyrra. Hann segir reyndar smugu að opnað verði fyrir álagningaseðla á vef embættisins kvöldið áður til að dreifa álagi.

Birtingin hefur síðustu þrjú ár verið 25. júlí, en Skúli segir að ákveðið hafi verið að flýta dagsetningunni um nokkra daga til að fólk hefði tíma til að átta sig á álagningunni áður en fyrsti gjalddagi kæmi hinn 1. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK