Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun

Gunnar Guðni Tómasson.
Gunnar Guðni Tómasson.

Gunnar Guðni Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.

Meginverkefni framkvæmdasviðs snúa að uppbyggingu vatnsafls-, jarðvarma- og vindorkuvirkjana á Íslandi. Dótturfélag Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power, sem sér um erlend verkefni samstæðunnar, mun einnig heyra undir framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs, segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs heyrir beint undir forstjóra Landsvirkjunar.

Gunnar Guðni hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem forstjóri HRV ehf. Þar áður starfaði hann sem forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík um fjögurra ára skeið. Frá námslokum 1991 og þar til Gunnar Guðni tók við starfi við HR árið 2007 starfaði hann við fjölbreytt verkfræði- og stjórnunarstörf hjá verkfræðistofunum Vatnaskil og VST auk þess sem hann var dósent við Verkfræðideild Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið.

Gunnar Guðni varði doktorsritgerð sína frá MIT háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Áður lauk hann meistaraprófi í byggingarverkfræði frá sama skóla og C.S. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Gunnar Guðni er kvæntur Sigríði Huldu Njálsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK