Ekki ljóst hvernig Reykjavík bregst við

Hægt er að sjá í gegnum gluggana á Hótel Öldu, …
Hægt er að sjá í gegnum gluggana á Hótel Öldu, en þeir eru þó þannig skyggðir að aðeins sést það sem er næst glugganum. Þórður Arnar Þórðarson

Ekki er ljóst hvað Reykjavíkurborg mun gera til að bregðast við því að hótel á Laugavegi gerði breytingar á húsnæði sínu sem ekki er í samræmi við skilmála í deiliskipulagi. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir í samtali við mbl.is að málið sé enn á viðræðustigi og að embættismenn séu að leita skýringa hjá fyrirtækinu sem á hótelið af hverju þessi framkvæmd var gerð.

„Við teljum þetta ekki í samræmi við skilmála,“ segir Hjálmar, en tekur fram að hann hafi skilning á því ef forsvarsmenn hótelsins hafi haldið að þeirra útfærsla væri í lagi. Hann segir að enn sé ekki komið á það stig að borgin grípi til aðgerða og að það kalli á lögfræðilega nálgun.

Rúv sagði frá málinu í vikunni, en hótelið Alda setti upp skyggða glugga á jarðhæð við hótelið sem er við Laugaveg 66. Þegar horft er í gegnum gluggana sést örlítið inn fyrir, en erfitt er að greina það sem lengra er frá glugganum og þarf nánast að liggja á þeim til að eitthvað sjáist.

Þetta segir Hjálmar að sé ekki samkvæmt deiliskipulaginu þar sem áhersla er lögð á bjart mannlíf í miðborginni. Segir hann að borgaryfirvöld hafi að undanförnu þurft að heyja stríð við mörg fyrirtæki vegna svipaðra mála þar sem þau setji filmur í glugga húsnæðis. Þau mál hafi þá flest endað á þann hátt að filmurnar hafi verið teknar úr.

Hótel Alda er við Laugaveg 66.
Hótel Alda er við Laugaveg 66. Þórður Arnar Þórðarson
Gluggarnir eru nokkuð dökkir ásýndar þegar horft er á þá …
Gluggarnir eru nokkuð dökkir ásýndar þegar horft er á þá úr fjarlægð. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK