Uber-samkeppni á leigubílamarkaði

Leigubílstjórar í New York eru gríðarlega ósáttir við nýja þjónustu sem rutt hefur sér til rúms í borginni og segja hana móðgun við bílstjóra sem unnið hafa á leigubílamarkaðnum í áraraðir. Þjónustan nefnist Uber og er raunar fáanleg í mun fleiri borgum en aðeins New York.

Talið er að um áttatíu prósent íbúa New York nýti sér þjónustu leigubíla nokkuð reglulega. Leigubílamarkaðurinn er því eftirsóttur og þar sá fyrirtækið Uber sér leik á borði. Með smáforriti í snjallsímanum er auðvelt að panta bíl upp að dyrum sem er einnig ódýrari en hinir einkennandi gulu leigubílar í New York. Með smáforritinu eru tengdir saman kaupandi þjónustunnar og bílstjórinn á örfáum sekúndum, og einnig er hægt að greiða fyrir farið með sama forriti.

Uber er einnig komið til nokkurra borga í Evrópu en hefur ekki náð að hasla sér völl á Norðurlöndunum ennþá, nema í Stokkhólmi. Hér má sjá lista yfir borgir þar sem Uber býður upp á þjónustuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK