Gherkin glerturninn til sölu í London

Skýjakljúfurinn sem þekktur er undir nafninu Gherkin í London er nú kominn á sölu, en hann er staðsettur í miðju fjármálahverfi borgarinnar. Gert er ráð fyrir að fjárfestar frá Asíu eða Bandaríkjunum muni kaupa turninn, en verðmiðinn er um 650 milljónir punda, eða um 126 milljarðar íslenskra króna.

Turninn er 41 hæð og 180 metra hár. Síðan hann var kláraður árið 2003 hefur turninn verið áberandi kennileiti í borginni og þekkist vel á einstakri lögun sinni. 

Í frétt á vef BBC segir að fjárfestar frá Kína, öðrum Asíulöndum og Bandaríkjunum hafi sýnt áhuga á að kaupa turninn, en ekkert er þó enn orðið ljóst í þeim efnum. 

Eigendur byggingarinnar eru þýska félagið IVG Immobilien og breska fjárfestingafélagið Evans Randall, en árið 2007 keyptu þau í sameiningu turninn fyrir 630 milljónir punda. Þá var þetta dýrasta skrifstofubygging landsins. 

Gherkin turninn í London.
Gherkin turninn í London. Mynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK