Argentína í greiðsluþrot að nýju

Skilti í höfuðborg Argentínu þar sem stuðningi er lýst yfir …
Skilti í höfuðborg Argentínu þar sem stuðningi er lýst yfir við ríkisstjórnina gegn vogunarsjóðunum. AFP

Argentínska ríkið fór í nótt í greiðsluþrot, en þetta er í annað skiptið á 13 árum sem ríkið nær ekki að greiða af skuldum sínum. Þrotið kemur í kjölfar þess að viðræður við vogunarsjóða, sem hafa verið nefndir hrægammasjóðir, fóru út um þúfur. 

Eftir klukkutíma viðræður tilkynnti viðskiptamálaráðherra landsins, Axel Kicillof, að ekki hefði náðst nein sátt og að landið, sem er með þriðja stærsta hagkerfi Suður-Ameríku, gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Ráðamenn í Argentínu kenna dómstólum í New York um það hvernig málið hefur þróast, en ríkið á stórar upphæðir á reikningum í Bandaríkjunum sem hafa verið frystar. 

Argentínska ríkið hafði farið í gegnum endurskipulagningu á skuldum sínum við kröfuhafa og höfðu flestir þeirra samþykkt að gefin yrðu út ný skuldabréf með 70% afslætti. Nokkrir vogunarsjóðir sem höfðu keypt upp kröfur á ríkissjóðinn á miklum afslætti sættu sig aftur á móti ekki við þá ráðstöfun og höfðuðu mál gegn ríkinu og kröfðust þess að fá alla upphæðina greidda sem skuldabréfin kváðu á um. 

Síðustu daga hafa sjóðirnir og ráðamenn í Argentínu setið og reynt að semja um málið, en í gær runnu þær viðræður út í sandinn. Þá var gjalddagi upp á 539 milljónir dala fyrir Argentínu, en sjóðirnir vildu á sama tíma fá að fullu greiðslu upp á 1,3 milljarð dala. 

Yfirvöld í Argentínu gengu ekki að þessu, enda töldu þau slíkt geta haft fordæmi fyrir aðra kröfuhafa sem gætu þá einnig óskað eftir fullum greiðslum. Heildarskuldir ríkissjóðs landsins eru um 100 milljarðar dala, en Argentína segist ekki geta greitt það fullu verði.

Viðskiptaráðherra Argentínu, Axel Kicillof, í New York eftir viðræður við …
Viðskiptaráðherra Argentínu, Axel Kicillof, í New York eftir viðræður við kröfuhafa. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK