Hlutafjárhækkun til að mæta 900 milljóna tapi

Félag Úlfars og Kristjáns eignaðist Toyota á Íslandi að fullu …
Félag Úlfars og Kristjáns eignaðist Toyota á Íslandi að fullu vorið 2013. mbl.is//Sigurgeir

Eftir tæplega 900 milljóna króna tap á rekstri Toyota á Íslandi á síðasta ári, sem kom til að stærstum hluta vegna niðurfærslu á viðskiptavild, var hlutafé félagsins nýlega hækkað úr 222 milljónum í 612 milljónir.

Á hluthafafundi Toyota hinn 5. júní var hlutafé félagsins í kjölfarið lækkað um 551,5 milljónir til að mæta uppsöfnuðu tapi á rekstrinum.

Í ViðskiptaMogganum í dag segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, að viðskiptavild félagsins hafi verið lækkuð úr 1.675 milljónum í 1.075 milljónir. Lækkunin endurspegli þá staðreynd að þær rekstraráætlanir sem lagt var upp með við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, sem lauk í ársbyrjun 2012, hafi ekki ræst. „Frá og með vorinu 2012 og á árinu 2013 varð ekki sú aukning í bílasölu sem vonast var eftir,“ útskýrir Úlfar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka