Sigrún Ósk í Símafélagið

Sigrún Ósk Sigurðardóttir
Sigrún Ósk Sigurðardóttir

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, var kjörin í stjórn Símafélagsins í fyrradag. Félagið rekur eitt af þremur stærstu fjarskiptakerfum landsins.

Fjórir stjórnarmenn voru endurkjörnir í stjórn félagsins á aðalfundi þess í fyrradag.

Stjórnina skipa auk Sigrúnar Óskar þau Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reikistofu bankanna, Hans Pétur Jónsson, fyrrverandi sölustjóri Opinna Kerfa, og Sigurður G Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Hulda Björk Pálsdóttir, sviðstjóri bókhalds og innheimtu hjá Olíudreifingu, en hún var kjörin stjórnarformaður félagsins.

,,Það hefur verið mikil ánægja meðal hluthafa Símafélagsins með störf stjórnarinnar á síðasta ári. Það hefur verið heillavænlegt að öllu leyti að ráða utanaðkomandi sérfræðinga í stjórn félagsins og nú hefur enn einn öflugur liðsmaður bæst í hópinn,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagins.

Ársreikningur Símafélagsins sýndi jákvæða rekstrarafkomu árið 2013, jákvætt eigið fé og mikinn vöxt milli ára. Símafélagið hóf starfsemi 1. nóvember 2008 og hefur á þeim tíma byggt upp öflugt grunnnet á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akureyri og víða á Norðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK