Hlutabréf Icelandair falla í verði

mbl.is/Þórður

Hlutabréf Icelandair Group hafa fallið um 3,6% í verði í 360 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Gengi bréfanna stendur nú í 17,8 krónum á hlut en var 18,4 krónur á hlut við lokun viðskipta á föstudaginn.

Þá hefur gengi hlutabréfa Vodafone lækkað um tæp tvö prósent það sem af er degi. Veltan á bak við viðskiptin er þó ekki mikil, heldur um 56 milljónir króna. Félagið birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða næsta miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK