IFS spáir auknum hagnaði Vodafone

Vodafone.
Vodafone. mbl.is/Ómar

IFS greining spáir því að hagnaður Vodafone á þessu ári verði alls 960 milljónir króna, þar af 250 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður félagsins mun því aukast umtalsvert á milli ára, gangi spáin eftir, en hagnaðurinn nam 847 milljónum króna í fyrra.

Vodafone mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung næsta miðvikudag.

IFS gerir ráð fyrir því að velta félagsins á öðrum ársfjórðungi muni nema 3,3 milljörðum króna og EBIDTA, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, verði 800 milljónir króna.

Fyrir árið í heild spáir IFS 13,5 milljarða króna veltu Vodafone og að EBITDA verði 3,2 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK