Hagnaður AirAsia sexfaldaðist

AFP

Hagnaður malasíska flugfélagsins AirAsia sexfaldaðist á öðrum fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam alls 115 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 13,4 milljörðum króna, á tímabilinu.

Tekjur félagsins jukust um 5% á tímabilinu og fjölgaði farþegum jafnframt umtalsvert, að því er segir í frétt AFP.

Fjárfestirinn litríki Tony Fernandes keypti flugfélagið árið 2001, þegar það var að hruni komið, og hefur byggt það upp alla tíð síðan. Um er að ræða eitt vinsælasta lággjaldaflugfélag í Asíu.

Þrátt fyrir góðan árangur á öðrum fjórðungi ársins benti Aireen Omar, forstjóri flugfélagsins, á að samkeppnisumhverfið væri afar krefjandi. Ekki þyrfti mikið til þess að félagið skilaði tapi.

Einn helsti keppinautur AirAsia er flugfélagið Malaysia Airlines, en eins og kunnugt er hvarf farþegaþota félagsins sporlaust í marsmánuði og þá var önnur þota félagsins skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu í júlí.

Hluta­bréf Malaysia Airlines hafa hríðfallið í verði það sem af er ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK