Tónn peningastefnunefndar mildari

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Greining Íslandsbanka segir að tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því í morgun hafi verið mildaður. Það séu stóru tíðindin í yfirlýsingunni.

Nú segir í yfirlýsingunni að miðað við grunnspá bankans sé útlit fyrir að núverandi vaxtastig dugi til að halda verðbólgu í markmiði. Í síðustu yfirlýsingu nefndarinnar í júní var hins vegar tekið fram að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum myndi að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækkuðu frekar, og það færi eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga hvort það yrði í formi hækkunar stýrivaxta á næstunni.

Eins og greint hefur verið frá ákvað peningastefnunefndin að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. 

Greiningardeildin bendir á að ofangreind breyting í tóni peningastefnunefndar hafi haft umtalsverð áhrif á ávöxtunarkröfu skráðra innlendra skuldabréfa í morgun. Krafa óverðtryggðra bréfa hafði lækkað um sex til sautján punkta en krafa verðtryggðra bréfa um fimm til ellefu punkta klukkan ellefu.

Auk þessa hafði yfirlýsing peningastefnunefndar haft áhrif á gengi tryggingafélaganna á hlutabréfamarkaði, en gengi þeirra hækkaði í morgun um 1,0-1,6%. Áhrifin koma til af því að eignasafn þeirra er að stórum hluta innlend ríkistryggð skuldabréf, að sögn greiningardeildarinnar.

Sjá fréttir mbl.is:

Vextir óbreyttir í 21 mánuð

Keypt gjaldeyri fyrir 61 milljarð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK