Veffyrirtæki sameinast

Alls verða starfsmenn Sendiráðsins sjö talsins.
Alls verða starfsmenn Sendiráðsins sjö talsins.

Hugbúnaðarfyrirtækið Vettvangur og vefstofan Sendiráðið hafa sameinast undir merkjum Sendiráðsins. Alls verða starfsmenn Sendiráðsins þá sjö talsins og er fyrirtækið alfarið í eigu starfsmannanna.

Í fréttatilkynningu segir að með sameiningunni verði til eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði vefhönnunar og opinna hugbúnaðarlausna.

Skrifstofur Sendiráðsins eru á tólftu hæð í Turninum í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Sendiráðsins er Rósa Stefánsdóttir, en hún er jafnframt formaður Samtaka vefiðnaðarins (SVEF).

Sendiráðið var stofnað síðasta haust af reynslumiklu fólki í vefhönnun og markaðssetningu. Með stofnun þess vildu eigendurnir mæta vaxandi þörf fyrir veflausnir byggðar á opnum hugbúnaði auk hönnunar, ráðgjafar og markaðssetningar á netinu. 

Vettvangur er ársgamalt fyrirtæki sem sérhæfði sig í opna vefhugbúnaðarkerfinu Umbraco og hefur Vettvangur meðal annars þróað viðbætur við kerfið sem notaðar hafa verið af viðskiptavinum bæði á Íslandi og erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK