Malar gull þrátt fyrir misgóðan árangur

Roger Federer er tekjuhæsti tennisspilari heims.
Roger Federer er tekjuhæsti tennisspilari heims. Mynd/AFP

Tenniskappinn Roger Federer heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að árangurinn á tennisvellinum hafi látið hafi ekki verið góður á árinu. Er hann tekjuhæsti tennisspilari heims með 42,6 milljónir evra í tekjur frá júní á síðasta ári. 

Federer sigraði á tímabilinu þrjú tennismót á árinu en ekkert stórmót þótt hann hafi komist í úrslitin á Wimbledon-mótinu á þessu ári. 

Er það tímaritið Forbes sem birti listann yfir tekjuhæstu tennisspilarana í karla- og kvennaflokki. Í öðru sæti á eftir Federer er Spánverjinn Rafael Nadal með tæpar 34 milljónir evra í tekjur á meðan Serbinn Novak Djokovic, sem er efsti maður á heimslistanum er „aðeins“ með rúmar 24 milljónir í tekjur. Stærsti hluti tekna Federers kemur frá samningum hans við styrktaraðilana Rolex og Nike. 

Í kvennaflokki er það hin rússneska Maria Sjarapova sem er tekjuhæst með 18 milljónir evra í tekjur. Líkt og Federer fær hún stærsta hluta tekna sinna í gegnum styrktaraðila, eða um 90%. Í öðru sæti er Serena Williams, sem jafnframt leiðir heimslistann, með um 16,5 milljónir evra í tekjur. Ólíkt Sjarapovu, fær Williams stærstan hluta tekna sinna í verðlaunafé. 

Serena Williams fær stærstan hluta tekna sinna í verðlaunafé.
Serena Williams fær stærstan hluta tekna sinna í verðlaunafé. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK