Föt og skór hækka en flugferðir lækka

Verð á skóm og fatnaði hækkaði í ágúst enda sumarútsölum …
Verð á skóm og fatnaði hækkaði í ágúst enda sumarútsölum að ljúka. Skapti Hallgrímsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,24% í ágúst frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,18% frá júlí. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 2,2% en var 2,4% í síðasta mánuði.

Sumarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 7,9% (áhrif á vísitöluna 0,33%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,2% (-0,18%), að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,7% verðbólgu á ári (1,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK