Erlend verðbréfaeign jókst milli ára

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Erlend verðbréfaeign íslenskra aðila er mest í Bandaríkjunum og er hlutur lífeyrissjóða þar stærstur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Seðlabanka Íslands á verðbréfaeign innlendra aðila fyrir árið 2013. Sýna þær erlend verðbréfaeign jókst um 14 prósent á milli ára.

Verðbréfaeign innlendra aðila hér á landi nam 1.229,2 milljörðum króna í lok árs 2013.  Erlend verðbréfaeign innlendra aðila var mest í Bandaríkjunum, eða 281,6 milljarðar króna, en þar á eftir í Lúxemborg, þar sem hún nemur 190 milljörðum. Verðbréfaeign í Lúxemborg lækkaði verulega frá hruni árið 2008 til ársins 2010 en hefur hækkað umtalsvert síðan.

Framangreinda fjórtán prósent aukningu má rekja til þess að innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir um 155 milljarða króna meira en þeir seldu á árinu. Almennt er óheimilt að fjárfesta í erlendum verðbréfum vegna gjaldeyrishafta en veittar eru undanþágur,
m.a. innlánsstofnunum í slitameðferð sem keyptu erlend verðbréf fyrir
71,4 milljarð króna árið 2013. Bankar og sparisjóðir keyptu erlend verðbréf fyrir um 87 milljarða.

Bandaríkjamenn eiga mest á Íslandi

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga mest af erlendu verðbréfaeigninni, líkt og einnig hefur verið á undanförnum árum samkvæmt fyrri könnunum. Eign þeirra nam 595 milljörðum króna í lok árs 2013 og hafði aukist um 46,2 milljarða á árinu. Innlánsstofnanir í slitameðferð áttu næstmest, eða 395 milljarða, og höfðu aukið hlut sinn um 38,1 milljarð á milli ára. 

Hafa ber þá í huga að gengi erlendra gjaldmiðla lækkaði um 10 prósent gagnvart krónunni og hefur það áhrif til lækkunar á erlendu verðbréfaeigninni.

Einnig var gerð könnun á innlendri verðbréfaeign erlendra aðila og kom í ljós að þeir aðilar sem mest áttu af verðbréfaeignum hérlendis voru skráðir í Bandaríkjunum, eða um 35 prósent. Heildareign erlendra aðila nam um 700 milljörðum í árslok 2013 og var hún að mestu leyti í langtímaskuldaskjölum.  

Um áttatíu lönd taka þátt í könnuninni sem hefur verið framkvæmd árlega frá árinu 2001 að frumkvæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Er markmið hennar að bæta upplýsingar um verðbréfafjárfestingu milli landa.

Verðbréfaeign innlendra aðila nam 700 milljörðum í árslok 2013
Verðbréfaeign innlendra aðila nam 700 milljörðum í árslok 2013 Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK