Ná ekki markmiðum ESB

Fjármálaráðherra Frakklands Michel Sapin
Fjármálaráðherra Frakklands Michel Sapin AFP

Útlit er fyrir að Frakkar muni ekki ná markmiðum Evrópusambandsins um halla á fjárlögum fyrr en árið 2017. Er þetta tveimur árum síðar en stefnt var að.

Fjármálaráðherra Frakklands, Michel Sapin, kynnti þetta i morgun en samkvæmt ESB á halli á fjárlögum aðildarríkja ekki að nema meira en 3% af vergri landsframleiðslu. Til stóð að markmiðið myndi nást á næsta ári en nú er ljóst að svo verður ekki. Sapin segir að hallinn á fjárlögum verði 4,3% á næsta ári  en í ár 4,4%.

Að sögn Sapin verður hagvöxtur lítill í ár eða 0,4% en undanfarna tvo ársfjórðunga hefur enginn hagvöxtur mælst í Frakklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK