Nýting hótelherbergja versnar

Nýting á hótelherbergjum er best í miðborginni.
Nýting á hótelherbergjum er best í miðborginni. mbl.is/Golli

Nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að minnka á næstu árum þó svo að hún verði ennþá góð í alþjóðlegum samanburði. Líkur eru á að hótelin sem nú eru á teikniborðinu muni anna eftirspurn næstu ára og jafnvel meira til.

Þetta kom fram á fundi greiningardeildar Arion banka í morgun um horfur í ferðaþjónustu.

Nýting á hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu hefur batnað samhliða fjölgun ferðamanna og er orðin um 82 prósent sem telst afburða gott í alþjóðlegum samanburði og er til dæmis sú sama og í London og einu prósentustigi meiri en í París.

Verð á gistingu hækkar umfram verðlag

Verðlag á gistingu hefur þó hækkað töluvert umfram verðlag á síðastliðnum fimm árum eða um 44 prósent þegar almenn verðlagshækkun hefur einungis verið 26 prósent. Þá hefur verð á þjónustu og veitingum á hótelum hækkar enn frekar eða um 56 prósent.

Á þessum sama tíma hefur meðalverð gistingar þar með farið úr ellefu þúsund krónum í sextán þúsund. Það telst ágætt verð í alþjóðlegum samanburði og á pari við verð á gistingu í til dæmis Edinborg eða Brussel. Til samanburðar er meðalverð á gistingu í Genf í Sviss um 35 þúsund krónur en taka þarf þó tillit til þess að engin fimm stjörnu hótel eru í Reykjavík en þau eru hins vegar nokkur í fyrrnefndri borg með tilheyrandi hækkun á meðalverði

Samhliða hækkandi meðalverði og nýtingu á hótelherbergjum hafa tekjur af hverju herbergi einnig hækkað töluver, eða úr sjö þúsund krónum í 11.700 krónur á síðastliðnum fimm árum eða um 67 prósent. Að sögn greiningardeildar bendir þetta til að rekstur hótela sé að batna töluvert.

Myndast offramboð hótela?

Fjölmörg hótel eru á teikniborðinu á næstu árum í Reykjavík og má þar meðal annars nefna fjölgun herbergja á Icelandair Marina hótelinu um 60, 100 herbergi á nýju KEA hóteli á Hverfisgötu, 342 herbergi á Höfðatorgi og 142 herbergi á Icelandair Kultura en allt á þetta að gerast á næsta ári. Þá er áætlað að herbergjum fjölgi að minnsta kosti um önnur 228 á árinu 2016 og 250 árið 2017 með byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu.

Margir hafa því spurt hvort verið sé að byggja of mikið af hótelum. Hvort treyst sé um of á ferðaþjónustuna. Samkvæmt greiningardeildinni er þegar orðin til umframeftirspurn og talið er að slegið verði met í nýtingu hótelherbergja á þessu ári þannig að hún verði 97 prósent.

Samkvæmt spá greiningardeildarinnar mun nýtingin í miðbænum hins vegar minnka frá og með næsta ári þegar hún fellur niður í 87 prósent. Þá er gert ráð fyrir að hún verði um 79% á árunum 2016 og 2017. Er því talið að ætlaðar framkvæmdir muni anna eftirspurn næstu ára og vel það. Þó er tekið fram að nýtingin teljist enn góð í alþjóðlegum samanburði.

Versta nýtingin á Austurlandi

Þá er ljóst að besta nýting hótelherbergja er á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum er hún á bilinu 40 til 55 prósent. Þar af er hún verst á Austurlandi en best á Suðurnesi. Þá er bendir greiningardeildin jafnframt á að gert sé gert ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga hlutfallslega meira á vetrartímanum á komandi árum þegar líklegra er að þeir haldi sig í höfuðborginni.

Hótel Reykjavík Marina opnaði árið 2012 við slippinn í Reykjavík. …
Hótel Reykjavík Marina opnaði árið 2012 við slippinn í Reykjavík. Áformað er að bæta við 60 herbergjum á næsta ári. Ómar Óskarsson
Frá fundi greiningardeildar Arion banka í morgun um horfur í …
Frá fundi greiningardeildar Arion banka í morgun um horfur í ferðaþjónustu. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK