Hagur barnanna skiptir mestu

Það eru börnin sem skipta mestu þegar kemur að áhuga …
Það eru börnin sem skipta mestu þegar kemur að áhuga auðmanna að flytja úr landi. AFP

Tæplega helmingur ofurríkra Kínverja íhugar flytja búferlum frá heimalandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Helstu ástæður sem þeir nefna eru meiri möguleikar barna þeirra erlendis, svo sem í mennta- og atvinnumálum.

Alls tóku tvö þúsund kínverskir auðmenn þátt í rannsókninni og kom í ljós að 47% þeirra voru að íhuga að flytja til annarra landa á næstu fimm árum. 

Flestir sjá fyrir sér Hong Kong, sem er undir kínverskum yfirráðum, eða 30% aðspurðra. Kanada heillar 23% þeirra þrátt fyrir að þar í landi hafi verið dregið úr möguleikum kínverskra innflytjenda að nema land í Ottawa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK