Gaultier hættur í hefðbundinni hönnun

Jean Paul Gaultier r
Jean Paul Gaultier r AFP

Eftir að hafa glatt og um leið hneykslað tískuheiminn í fjóra áratugi, hefur franski hönnuðurinn Jean-Paul Gaultier ákveðið að hætta að hanna hefðbundinn fatnað en muni einbeita sér að listrænni störfum, svo sem ilmvatnshönnun og hátískuhönnun.

Gaultier, sem er 62 ára gamall, var oft nefndur „enfant terrible“ eða uppreisnargjarna barnið, á sínum yngri árum sem hönnuður. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa hannað gullbrjóst Madonnu á sínum tíma og ilmvötn hans eru vinsæl um allan heim. Nú ætlar hann að einbeita sér að ilmvötnum og öðrum sérverkefnum á næstunni.

Síðasta sýning Gaultiers á tískulínu verður þann 27. september næstkomandi er hann sýnir vor og sumarlínuna 2015 í París.

Í viðtali við blaðið Women's Wear Daily segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin eftir stefnumótunarfund hjá tískuhúsinu en spænska ilmvatns- og tískufyrirtækið Puig á meirihlutann í tískuhúsi hans.

„„Við fórum yfir það hvaða möguleikar væru í stöðunni út fram því hver hún er núna hjá fyrirtækinu og komust að sömu niðurstöðu,“ segir Gaultier í viðtalinu.

Gaultier segir að honum hafi í töluverðan tíma fundist skemmtilegast að vinna að hátískunni (haute couture) og þar fái listrænir hæfileikar og smekkur hans að ráða. Hönnuðurinn hefur meðal annars hannað sviðsfatnað fyrir sviðslistafólk, þar á meðal Kylie Minogue.

Gaultier, sem stofnaði fyrirtæki sitt árið 1976, hóf rekstur á snyrtivöruframleiðslu árið 1991 og fylgihlutum árið 2000.

Hann hóf að hanna hátískufantað árið 1997 og er sýning hans í París alltaf ofarlega á lista hjá þeim sem sýna áhuga á slíkum hlutum.

Á síðustu hátískusýningu sinni fékk hann sigurvegara Eurovision, Conchita Wurst, til þess að taka þátt í sýningunni.

Jean Paul Gaultier
Jean Paul Gaultier AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK