Demantar verða sjaldgæfari

Þetta er „Archduke Joseph“ demanturinn úr safni austurríska prinsins. Demanturinn …
Þetta er „Archduke Joseph“ demanturinn úr safni austurríska prinsins. Demanturinn er 76,02 karöt og seldist á um 21 milljón Bandaríkjadala árið 2012. AFP

Dregið gæti verulega úr framboði af demöntum frá og með árinu 2020 þar sem nýjar demantsnámur finnast sífellt sjaldnar en eftirspurn eykst með hverju ári. Þetta segir stórfyrirtækið De Beers sem framleitt hefur demantsskartgripi frá árinu 1888 og er með um 33 prósent markaðshlutdeild.

„Án þess að stórar námur finnist á næstkomandi árum mun draga verulega úr framboðinu,“ sögðu forsvarsmenn De Beers og spáðu þar með erfiðum tímum fyrir iðnaðinn sem veltir um 85 milljörðum Bandaríkjadala árlega. Aðalnámurnar í Botswana, Suður-Afríku og Namibíu eru að verða fullnýttar og gröfturinn hefur orðið kostnaðarsamari á síðastliðnum árum þar sem stöðugt þarf að grafa dýpra eftir demöntunum. Framleiðendur horfa nú til Angóla, Kongó, simbabve, Síberíu og Kanada en síðasta stóra náman fannst fyrir um áratug síðan í Indlandi.

Stærsti markaðurinn fyrir demanta er í Bandaríkjunum þó svo að eftirspurnin fari vaxandi í Kína og Indlandi. Eftirspurnin eftir demöntum sker sig úr að því leyti að hún helst ávallt nokkuð sterk þrátt fyrir efnahagsþrengingar í heiminum. Til dæmis hefur hlutdeild Kína á markaðnum vaxið úr þrjú prósent á árinu 2003 í um 15 prósent árið 2014 en til samanburðar má nefna að um 40 prósent allrar demantaframleiðslunnar er seld í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK