„Frakkland er sjúkt“

Emmanuel Macron, nýr efnahagsráðherra Frakklands.
Emmanuel Macron, nýr efnahagsráðherra Frakklands. AFP

Efnahagslíf Frakklands er sjúkt. Þetta sagði nýr efnahagsráðherra landsins, Emmanuel Macron, við þarlenda fjölmiðla í dag. Sagði hann nauðsynlegt að koma tafarlaust á umbótum til þess að koma böndum á gríðarlega mikið atvinnuleysi og stuðla aftur að hagvexti en franskt efnahagslíf hefur ekki vaxið undanfarna sex mánuði.

„Frakkland er sjúkt. Það er ekki í heilt heilsu. Við verðum að lýsa stöðunni eins og hún er,“ sagði Macron. Sagði hann franskt efnahagslíf hafa verið sjúkt um árabil. Einkum vegna viðvarandi fjöldaatvinnuleysis. Fyrir utan mikið atvinnuleysi og engan hagvöxt glíma frönsk stjórnvöld einnig við mikinn fjárlagahalla sem búist er við að verði 4,4% á þessu ári og minnki aðeins um 0,1 á því næsta samkvæmt frétt AFP.

Frönsk stjórnvöld geta samkvæmt því ekki staðið við loforð um að ná fjárlagahallanum niður fyrir hámarks leyfilegan fjárlagahalla evrusvæðisins sem er 3%. Ekki er búist við að því marki verði náð fyrr en árið 2017. Ofan á alvarlega efnahagserfiðleika bætist pólitísk óvissa tengd miklum óvinsældum Francois Hollande Frakklandsforseta. Macron sagði óvinsældir ríkisstjórnar Hollande vera afleiðingu þess að hún hefði ekki náð neinum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK