Sports Direct braut gegn útsölureglum

Sports direct
Sports direct

Neytendastofa hefur að þeirri niðurstöðu að Sports Direct hafi brotið gegn útsölureglum og góðum viðskiptaháttum með því að nota verðmiða þar sem gefið væri til kynna að verð á vörum hafi lækkað. Í skýringum Sports Direct kom fram að ekki væri um sérstakt afsláttarverð væri að ræða heldur kæmu vörurnar merktar með miðunum frá alþjóðavöruhúsi Sports Direct. Neytendastofa taldi merkimiðana gefa neytendum ranglega til kynna að verð á vörunum hafi lækkað eða að þær væru boðnar á afsláttarverði. Hefur Sports Direct því verið bönnuð notkun miðanna.

Neytendastofu barst kvörtun frá Intersport yfir framkvæmd útsölu og verðmerkinga Sports Direct og hefur stofnunin nú lokið ákvörðun í málinu.

Kvörtun Intersport sneri að því að Sports Direct bryti gegn útsölureglum og veitti neytendum villandi upplýsingar með útsöluauglýsingum og merkingum. Átti það sérstaklega við um að Sports Direct hafi verið með útsölu lengur en sex vikur og að fyrra verð væri ekki tilgreint samhliða tilboðsverði.

Um þetta atriði sagði í skýringum Sports Direct að útsöluvörum væri skipt út svo sama varan væri aldrei lengur á útsölu en útsölureglur kveða á um. Þar sem engin gögn komu fram í málinu sem sýndu fram á annað taldi Neytendastofa ekki ástæðu til frekari aðgerða vegna þessa þáttar málsins. Í skýringum Sports Direct kom jafnframt fram að þegar um afsláttarverð væri að ræða væri þess skýrlega getið.

 Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK