Rekstrartap Fríhafnarinnar 60 milljónir

mbl.is/Sigurgeir

Rekstrartap Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 60,9 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 3,9 milljörðum króna, sem er 14,5% hækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu, að sölutekjur hafi hækkað um 14,2% og aðrar tekjur um 33,1%. Þar segir ennfremur, að rekstur inn fyrstu sex mánuði ársins hafi gengið vel sé í takt við áætlanir félagsins.

„Tap Fríhafnarinnar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 25,4
milljónum króna, á móti 39,1 milljónum króna hagnaði fyrir sama tímabil á árinu 2013. Rekstrarkostnaður félagsins hækkaði um 28% fyrstu sex mánuði ársins en þar af hækkaði húsnæðiskostnaður um 30,4% milli ára. Almennur rekstrarkostnaður lækkar um 9,8% milli ára. Heildareignir félagsins voru 2.098 milljónum króna í lok júní 2014 samanborið við 1.671 milljón króna í lok síðasta árs,“ segir í tilkynningunni.


Lykiltölur úr hálfsársuppgjöri 2014:

  • Rekstrartekjur: 3.875 millj. kr.
  • Rekstrartap: 60,9 millj. kr.
  • Heildarafkoma eftir skatta: 57,9 millj. kr.
  • Heildareignir: 2.098 millj. kr.
  • Eigið fé í lok tímabilsins: 710 millj. kr.
  • Eiginfjárhlutfall: 34%
  • Lausafjárhlutfall: 86%

Þá kemur fram, að Fríhöfnin hafi fjölgað stöðugildum sínum úr 129 í 145 á fyrstu sex mánuðum ársins í takt við aukna veltu og stækkun verslana, um 8,6%. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur,sælgæti og fatnaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK