Gylfi stýrir The Engine á Íslandi

Gylfi Þór Þorsteinsson mun stýra The Engine hér á landi.
Gylfi Þór Þorsteinsson mun stýra The Engine hér á landi.

Íslenska markaðsfyrirtækið Nordic eMarketing hefur tekið stakkaskiptum og heitir nú The Engine. Um er að ræða breytingu sem í tengslum við nýstofnað fyrirtæki í Noregi, SMFB Engine, þar sem verið er að þróa ferla og aðferðafræði sem tengjast því sem nýjast er að gerast í netmarkaðssetningu.

Kristján Már Hauksson, einn stofnenda Nordic eMarketing, hefur undanfarið unnið í Noregi við þróun á þessum ferlum sem í dag er verið að nota fyrir t.d. IKEA, Domino‘s og Freia innanlands í Noregi, auk skóframleiðandans Geox í fimm löndum. „Það má segja að ég hafi verið í því að enduruppgötva sjálfan mig þegar kemur að internet markaðssetningu,“ segir Kristján Már Hauksson í tilkynningu. Hann er auk þess að vera einn eiganda Nordic eMarketing stofnandi The Engine á Íslandi.

„Mér finnst þessi lærdómur það mikilvægur að mig langar að koma með hann heim. Ákveðið var að endurmarka Nordic eMarketing á Íslandi sem The Engine. Það má samt geta þess að Nordic eMarketing International verður áfram til og við höldum þar áfram að vinna á alþjóðavettvangi fyrir frábæra viðskiptavini eins og Symantec og Vodafone, svo eitthverjir séu nefndir.“

Gylfi Þór Þorsteinsson kemur inn sem meðeigandi með Kristjáni og mun stýra fyrirtækinu hér á landi. Gylfi hefur áratuga reynslu úr heimi fjölmiðla, sem auglýsingastjóri Viðskiptablaðsins, DV og Morgunblaðsins, framkvæmdastjóri mbl.is og nú síðast markaðs- og sölustjóri hjá Vefpressunni. 

„Nordic eMarketing hefur gríðarlega skemmtilega sögu sem fyrirtæki og hefur í raun verið brautryðjandi undanfarin ár í því að markaðsetja íslensk fyrirtæki á netinu, mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og það verður gaman að vinna með starfsfólki og viðskiptavinum fyrirtækisins,“ segir Gylfi Þór. „Við erum að þróa í samvinnu við SMFB Engine í Noregi skemmtilega ferla þegar kemur að Social media og munu viðskiptavinir The Engine Iceland finna vel fyrir því.“

Starfsmenn Nordic eMarketing, sem hér eftir verður The Engine, hafa yfir 10 ára reynslu í markaðssetningu á netinu, leitarvélabestun, dreifingu rafrænna skilaboða og stýringu auglýsingaherferða fyrir fyrirtæki bæði innanlands og utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK