Arnar ráðinn útibússtjóri á Akureyri

Arnar Páll Guðmundsson.
Arnar Páll Guðmundsson.

Arnar Páll Guðmundsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans hf. á Akureyri. Jafnhliða ráðningu hans hefur verið ákveðið að efla verulega þjónustu við fyrirtæki á Akureyri og Norðurlandi, segir í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Inga Ásta Karlsdóttir sem verið hefur útibússtjóri á Akureyri mun taka við stöðu þjónustustjóra fyrirtækja og Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fyrirtækjaþjónustu bankans á Akureyri, en hann hefur víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. 

Arnar Páll hefur gengt starfi útibússtjóra Landsbankans á Egilsstöðum frá árinu 2007, en hann hefur starfað í bankanum frá árinu 1999 bæði í fyrirtækja- og einstaklingsþjónustu. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur vottun sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík. Arnar Páll er kvæntur Einrúnu Ósk Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Arnar Páll hefur strax störf á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK