ESB hafnar líklega fjárlögum Frakka

Frá París höfuðborg Frakklands.
Frá París höfuðborg Frakklands. AFP

Búist er við að Evrópusambandið hafni fjárlögum Frakklands vegna næsta árs en þetta yrði í fyrsta sinn sem virkilega reynir á nýjar valdheimildir sambandsins til þess að hafna fjárlögum einstakra ríkja þess. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Fjármálaráðherra Frakklands, Michel Sapin, lýsti því yfir í síðasta mánuði að líklega yrði fjárlagahalli landsins 4,3% á næsta ári sem er langt umfram hámarks leyfilegan fjárlagahalla samkvæmt reglum  evrusvæðisins en hann er 3%. Fram kemur í fréttinni að fyrir vikið sé líklegt að embættismenn ESB hafni fjárlögunum og geri frönskum stjórnvöldum að endurskoða þau. Átök kunni því að vera í uppsiglingu á milli ráðamanna í Frakklandi og í Brussel.

Ennfremur segir í fréttinni að hugsanlegt sé að það sama verði raunin í tilfelli Ítalíu þar sem einnig sé útlit fyrir að fjárlagahalli landsins verði umfram leyfilegan halla á evrusvæðinu. Bæði franskir og ítalskir ráðamenn hafa sagt út í hött að krefjast frekari aðhaldsaðgerða í ríkjunum tveimur á sama tíma og horfur í efnahagsmálum þeirra fari versnandi.

Frétt Wall Street Journal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK