Vill tvíhliða fríverslunarsamning á milli Íslands og Bandaríkjanna

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Rósa Braga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, greindi frá því á hádegisfundi Íslensk-Ameríska viðskiptaráðsins í dag að hún væri afar hlynnt tvíhliða fríverslunarsamningi á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Svo sem kunnugt er, standa Bandaríkin og Evrópusambandið í viðræðum um fríverslunarsamning þeirra á milli. Samningurinn er jafnan nefndur TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership) og mun marka stærsta fríverslunarsamning fyrr og síðar, verði hann samþykktur. Samningurinn verður til þess fallinn að einfalda reglur á ýmsum sviðum og mun því gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að kaupa og selja vörur og þjónustu á milli Bandaríkjanna og ESB.

Hún reifaði þann möguleika að Ísland yrði aðili að TTIP samningnum eða gerði sambærilegan samning við Bandaríkin. Hver sem niðurstaða TTIP viðræðnanna yrði, vildi hún auka viðskiptasamband Ísland við Bandaríkin. Hún kvaðst fylgjast vel með gangi viðræðna.

Ragnheiður fjallaði í framsögu sinni um merkingar matvæla. Samkvæmt gildandi reglum um matvælamerkingar, þurfa matvæli sem flutt eru frá Evrópusambandinu að vera merkt með límmiðum með nákvæmri innihaldslýsingu.

Ragnheiður greindi einnig frá niðurstöðum Sigríðar Andersen, lögmanns, sem ráðuneytið hefði fengið til að kanna stöðu reglna um matvælamerkingar. Niðurstöður Sigríðar voru í stuttu máli þær að íslenskar reglur um merkingar væru í fullu samræmi við EES reglur og að reglurnar heimiluðu enga aðra leið en að notast við límmiðana. Að sögn Ragnheiðar eru reglurnar fráhrindandi fyrir erlend fyrirtæki og tímaskekkja. „Það er óásættanlegt að árið 2014 séu notaðar aðferðir sem þessar“ og vísaði hún þar til nýrrar tækni sem mætti nota í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK