Slitabúin halda aftur af sölu eigna

Kaupþing hefur umbreytt hlutfallslega minnstu af eignum í laust fé.
Kaupþing hefur umbreytt hlutfallslega minnstu af eignum í laust fé. mbl.is/Ómar Óskarsson

Slitabú föllnu bankanna hafa á undanförnum mánuðum haldið aftur af því að umbreyta eignum í laust fé.

„Sú óvissa sem uppi er um framhald slitameðferðar búanna virðist takmarka áhuga slitastjórnanna á sölu eigna,“ segir í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út sl. miðvikudag. Hefur slitabú Kaupþings umbreytt hlutfallslega minnstu af eignasafni búsins í laust fé, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Seðlabankinn vekur athygli á þessu en í riti sínu fyrir ári kom fram að margt benti til þess að slitabúin hefðu tímabundið dregið úr hraða við að selja eignir fyrir laust fé, einkum og sér í lagi innlendar eignir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK