„Árangur sem vert er að byggja á“

Samtök atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins.

Kaupmáttur hefur aukist, lægstu laun hækkað umfram önnur og jöfnuður þar með aukist. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar stjórnenda minnkað og flestar hagspár gera ráð fyrir góðum horfum í efnahagslífinu á komandi árum. Þetta segja Samtök atvinnulífsins.

Á vefsvæði SA er þess getið að ársverðbólga sé aðeins 1,8% og verðbólguvæntingar hafi hjaðnað mikið. „Fyrir ári síðan hvöttu Samtök atvinnulífsins til þess að  launahækkanir yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum. Þannig væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum, eins og tekist hefur á Norðurlöndum, en ekki með þeim öfgafullu sveiflum sem tíðkast hafa hér á landi. Með samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks hefur þetta tekist og verðlag er nú stöðugra en það hefur verið í heilan áratug.“

Þá segir að verkalýðsleiðtogar innan ASÍ gefi lítið fyrir þennan árangur og boði verkföll á komandi vetri sem muni valda miklu tjóni. „Þeir hyggjast knýja fram launahækkanir langt umfram það sem samrýmist stöðugu verðlagi og þar með hverfa frá þeirri leið sem lagði grunn að þeim stöðugleika sem við búum nú við.“

Samtökin vísa til þess að kaupmáttur aukist, lægstu laun hækkað umfram önnur og jöfnuður þar með aukist. „Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar stjórnenda minnkað og flestar hagspár gera ráð fyrir góðum horfum í efnahagslífinu á komandi árum með lágri verðbólgu og ágætum hagvexti. Þetta er árangur sem vert er að byggja á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK