Hluthafar N1 fá væna summu í vasann

Eggert Benededikt Guðmundsson, forstjóri N1.
Eggert Benededikt Guðmundsson, forstjóri N1. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samþykkt var á hluthafafundi N1 á þriðjudag að lækka hlutafé félagsins um 30 prósent, eða um tæpa fjóra milljarða, og verður fjárhæðin greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu þann 28. nóvember næstkomandi.

Tillagan fól annars vegar í sér að hlutafé félagsins verður fært niður um 300 milljónir að nafnverði og hins vegar að yfirverðsreikningur hlutafjár færist niður um rúma 3,5 milljarða.

Þetta kemur fram tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Í lok júní voru hluthafar félagsins 2.853 talsins en meðal tíu stærstu eru lífeyrissjóðirnir, Landsbankinn og Íslandsbanki.

Hagnaður N1 nam um 486 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við um 82 milljónir á sama tímabili í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK