Kaupa 3% hlut í VÍS

Klakki i seldi í gær um 15% hlut í Klakka …
Klakki i seldi í gær um 15% hlut í Klakka fyrir ríflega 3 milljarða. Kristinn Ingvarsson

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson voru á meðal kaupenda í tryggingafélaginu VÍS þegar tilkynnt var í gær að Klakki hefði selt um 15% hlut í félaginu. Seldi Klakki allan eignarhlut sinn, 374 milljónir hluta, en miðað við gengi bréfa VÍS í gær þá nam söluverðmætið um 3.100 milljónum. Fyrir söluna var Klakki stærsti einstaki hluthafi VÍS.

Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Svanhildur að félagið SNV Holding, sem er í eigu þeirra hjóna, hefði keypt 3% hlut í VÍS. Að óbreyttu verður félagið sjöundi stærsti hluthafi VÍS en miðað við markaðsverðmæti þess þá er hlutur SNV Holding metinn á ríflega 600 milljónir króna.

Svanhildur segir að þau hafi hug á því að sækjast eftir sæti í stjórn VÍS en líklegt er að brátt verði boðað til hluthafafundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK