Níu þúsund fá reisupassann

Lloyds bankinn
Lloyds bankinn AFP

Um níu þúsund starfsmönnum breska bankans Lloyds verður sagt upp störfum á næstu þremur árum. Er þetta um einn tíundi hluti af heildarfjölda starfsfólks bankans. 

BBC greindi frá þessu í dag og sagði jafnframt að tilkynningar um efnið væri að vænta á næstkomandi þriðjudag þegar þriggja ára áætlun bankans verður kynnt. Í henni felst meðal annars að loka nokkrum útibúum. Er talin að niðurskurðurinn sé til kominn vegna þess að sífellt fleiri eru farnir að stunda öll bankaviðskipti í heimabanka sínum í stað þess að leggja leið sína í útibúin.

Frá því að fjármálakreppan reið yfir á árinu 2008 hefur um þrjátíu þúsund starfsmönnum bankans verið sagt upp. Breska ríkið á um 25 prósent hlut í bankanum en frá september í fyrra hefur ríkið þó losað sig við 39 prósent hlut með tveimur sölum.

Útibú bankans eru um tvö þúsund talsins en 630 útibúum hefur verið lokað frá árinu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK