Tekjurnar liggja í skýjunum

AFP

Hagnaðar Microsoft dróst saman á síðasta ársfjórðungi en var þó hærri en spár gerðu ráð fyrir þar sem sölutekjur fyrirtækisins vegna skýjalausna og Xbox-leikjatölva voru hærri en áætlað var.

Hagnaður fyrirtækisins nam um 4,5 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi en hann var um 5,2 milljarðar á sama tímabili í fyrra og dróst því saman um 700 milljónir dollara. Tekjur tímabilsins námu 23 milljörðum dollara og var ársfjórðungurinn sá tekjuhæsti á árinu. Í kjölfar góðra frétta af afkomu tæknirisans hækkuðu hlutabréf hans um 2,75 prósent í verði. Þá jukust tekjur fyrirtækisins vegna skýjalausna um 10 prósent á tímabilinu.

Á blaðamannafundi í vikunni var lögð áhersla á skýjalausnirnar og er talið að tekjur fyrirtækisins vegna þeirra muni nema um 4,4 milljörðum dollara á árinu en Microsoft fjárfestir um 4,5 milljörðum dollara í gagnaverum á hverju ári. Helstu keppinautarnir á þessum markaði eru Google og Amazon. Microsoft rekur nú gagnaver í nítján ríkjum og eru nokkur þeirra svo stór að tvær farþegaþotur kæmust með góðu móti þar fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK