Þúsund vélmenni ráðin til starfa

Pepper er vinalegt vélmenni
Pepper er vinalegt vélmenni AFP

Matvælarisinn Nestle hyggst „ráða“ eitt þúsund vélmenni til afgreiðslustarfa í verslunum sínum í Japan. 

Vélmennin kallast Pepper og þykja afar vinaleg og skilja meðal annars tilfinningar manna að einhverju marki. Fyrstu starfsmennirnir mæta í vinnuna undir lok ársins en vélmennin munu starfa í kaffiverslunum keðjunnar og ýmist sjá um sölu á kaffivélum og kaffihylkjum. Nespresso kaffivörumerkið er í eigu Nestle.

„Frá og með desember munu vélmennin selja kaffivélar fyrir okkur í stærri verslunum,“ sagði í yfirlýsingu frá Miki Kano, talskonu Nestle í Japan. „Við erum viss um að viðskiptavinir okkar munu njóta þess að versla með þessum hætti og eiga samskipti við vélmennin.“

Pepper vélmennin eru þegar í vinnu hjá fjarskiptafyrirtækinu SoftBank og hafa reynst öflugir sölumenn en ráða má af markaðsrannsóknum að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þjónustuna.

Pepp­er er 120 sentí­metr­ar að hæð og rúll­ar áfram á hjól­um. Hann er með spjald­tölvu á brjóst­inu og er sagður geta tekið þátt í um 78 til 80 pró­sent allra mögu­legra sam­tala. Vélmennið fer á almennan markað í febrúar og mun kosta um tvö þúsund dollara.

Í eldri frétt mbl.is má sjá myndband af Pepper að störfum: Vélmenni sem skilur tilfinnignar og spjallar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK