Háar launakröfur í kortunum

Greiningardeild Arion telur ólíklegt að stýrivextir lækki í ljósi óvissunnar …
Greiningardeild Arion telur ólíklegt að stýrivextir lækki í ljósi óvissunnar á vinnumarkaði. Kristinn Ingvarsson

Hverfandi líkur eru á því að peningastefnunefnd komi á óvart með lækkun stýrivaxta í ljósi óvissunnar á vinnumarkaði. Greiningardeild Arion banka telur að peningastefnunefndin kjósi að halda stýrivöxtunum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun þann 5. nóvember en hækki þá hins vegar á seinni hluta næsta árs þó það velti að miklu leyti á niðurstöðum kjarasamninga framundan.

Þó segir að rök séu fyrir lækkun þeirra þar sem verðbólga sé lág og vel undir verðbólguspá Seðlabankans, gengið sé stöðugt og vísbendingar séu um að hægja kunni á einkaneyslu á seinni helmingi ársins. „Aftur á móti eru kjarasamningar lausir á næstunni og háar launakröfur í kortunum, auk þess sem líkur á launaskriði á almennum vinnumarkaði fara vaxandi,“ segir í markaðspunktum greiningardeildarinnar.

Erfitt ef ekki útilokað að lækka stýrivexti

Þá segir að líklegt sé að í komandi kjarasamningum verði lagðar fram háar launakröfur sem séu umtalsvert umfram það sem verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir. „Þótt horfur séu góðar til skemmri tíma litið er engu að síður áhyggjuefni að spenna á vinnumarkaði kunni að fara vaxandi á komandi misserum. Hluti af trúverðugleika peningastefnunnar byggir á því að aðgerðir Seðlabankans séu fyrirsjáanlegar og getur því reynst erfitt ef ekki útilokað fyrir peningastefnunefnd að lækka stýrivexti í ljósi þeirrar óvissu sem er framundan á vinnumarkaði,“ segir í markaðspunktunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK