Holland sagt skattaskjól Starbucks

Starbucks notaði dótturfélag í Hollandi til þess að komast hjá …
Starbucks notaði dótturfélag í Hollandi til þess að komast hjá skattgreiðslum. AFP

Regluverðir Evrópusambandsins ásökuðu hollenska ríkið í dag opinberlega um að hafa verið skattaskjól kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Töluverð umræða um skattgreiðslur stórfyrirtækja í gegnum ríki Evrópusambandins hefur átt sér stað eftir að upp komst að Lúxemborg hafði gert hundruð samninga við erlend stórfyrirtæki sem gerðu þeim kleift að komast nánast alfarið hjá skattgreiðslum.

Segja starfsmenn Evrópusambandsins að fyrirkomulagið á milli Hollands og Starbucks hafi verið þannig að tekjur fyrirtækisins fóru í gegnum ólöglegt dótturfyrirtæki sem stofnað var þar í landi til að komast hjá skattgreiðslum. Er það svipaður háttur og hafður var á í samkomulagi Írlands við tölvurisann Apple og samkomulagi Lúxemborgarar við Amazon og Fiat.

Ólögleg ríkisaðstoð

Með dótturfélaginu í Hollandi gat Starbucks flutt tekjur sínar frá háskattaríkjum til lágskattaríkja. Þá er einnig grunur um að fyrirtækið hafi flutt þóknanir í gegnum dótturfélagið til annars félags í Bretlandi og þaðan til móðurfélagsins í Bandaríkjunum og með því sparað sér umtalsverðar fjárhæðir. Í tilkynningu Evrópusambandsins segir að samkomulagið teljist að líkum fela í sér ríkisaðstoð sem brýtur í bága við ESB-samninginn.

Fjármálaráðherra Hollands, Jeroen Dijsselbloem, sagði í dag að hollenska ríkið hefði engan áhuga á því að verða að skattaskjóli fyrir fyrirtæki. Hann sagði það ekki vera í hag hollenska ríkisins að leyfa fyrirtækjum að nota landið til þess eins að leita að skattaparadísum þannig að engir skattar yrðu að lokum greiddir. Það væri hvorki í hag Hollands né annarra.

Frétt mbl: Milljarðar sparaðir í skattaskjóli

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK