Skjár á stærð við fótboltavöll

Nýjasti skjárinn á Times Square í New York í Bandaríkjunum er með hæstu upplausn í heimi og á stærð við fótboltavöll. Kveikt var á skjánum í fyrsta skipti í gær.

Fyrstu myndirnar sem birtust á skjánum voru af fjöllum, fuglum og skýjakljúfum. Skjárinn nær yfir heila húsaröð, eða frá fertugasta og fimmta stræti að því fertugasta og sjötta. Fjögurra vikna auglýsingapláss á skjánum er talið kosta um 2,5 milljónir bandaríkjadala.

Tæknirisinn Google var fyrstur til að tryggja sér auglýsingapláss á skjánum og verður nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins sýnd þar frá og með 24. nóvember og fram yfir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK