Færri í þrot en fleiri nýskráð

Alls voru 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta síðustu 12 mánuði
Alls voru 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta síðustu 12 mánuði mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkar jafnt og þétt á sama tíma og nýskráningum félaga fjölgar. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hagstofu Íslands.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá nóvember 2013 til október 2014, hafa dregist saman um 19% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum upplýsingar og fjarskipti hefur fækkað mest, eða um 40% á síðustu 12 mánuðum.

Nýskráningum fjölgar um 8%

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá nóvember 2013 til október 2014, hefur fjölgað um 8% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.036 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í flokknum flutningar og geymsla og í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, eða 34% á síðustu 12 mánuðum í hvorum flokk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK