Fjármögnun kísilvers tafist

Fjármögnunin hefur tafist.
Fjármögnunin hefur tafist. AFP

Forsvarsmenn PCC BakkiSilicon hf. hafa upplýst stjórnvöld um að fjármögnun kísilmálmframleiðslu á Bakka hafi tafist. Vonir standa þó til að félagið nái að ljúka við fjármögnun, aflétta fyrirvörum og hefja framkvæmdir á næstu mánuðum.

Þetta kemur fram í frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar þar sem heimild til handa ráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða
vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi, er framlengd um eitt ár.

Framlengingin kemur til vegna umræddra tafa á fjármögnuninni en í greinargerð með frumvarpinu segir að ef það gangi eftir sem forsvarsmenn PCC BakkiSilicon haldi fram sé brýnt að íslensk stjórnvöld geti hafið framkvæmdir við höfnina og vegtengingu milli hafnarinnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Áætlað er að uppbygging hafnarmannvirkja og vegtengingar taki um tvö og hálft ár til þrjú ár.

Heimildin fellur að óbreyttu úr gildi 1. janúar 2015 en verði frumvarpið samþykkt framlengist hún um eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK