Stórt gjaldþrot félags Kalla í Pelsinum

Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni, Ester Ólafsdóttur.
Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni, Ester Ólafsdóttur. Eggert Jóhannesson

Skiptum á félaginu Vindasúlum ehf., í eigu Karls Steingrímssonar, eða Kalla í Pelsinum, var lokið þann 28. nóvember sl. Almennar kröfur í búið námu tæplega 1,3 milljarði króna.

Við skiptin fengust um 657 milljónir króna greiddar upp í veðkröfur en um 297 milljónir upp í almennar kröfur, eða um 22,9 prósent. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Skiptin hafa tekið tæp þrjú ár en búið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 25. janúar 2011. 

Félagið hélt utan um átta fasteignir í lok árs 2008 en samkvæmt Viðskiptablaðinu stofnaði Karl nokkur ný félög á árinu 2009 og færði eignir yfir í þau ásamt skuldum með veði í þeim. Þannig var fasteign að Sundagörðum 2 færð inn í félagið Sundafasteign ehf., Austurvegur 1-5 færður inn í Kjarnafasteign ehf. og jörðin Kollafjarðarnes færð inn í félagið Kollur-2009 ehf. Þá voru öll félögin rekin með tapi á fyrsta starfsári sínu árið 2009 og nam það á bilinu 68 til 262 milljónum króna. 


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK