Hægt að hanna eigin hamborgara

Skyndibitakeðjan McDonald's hefur látið hanna fyrir sig app fyrir spjaldtölvur sem nefnist „Create Your Taste“ og gerir viðskiptavinum kleift að setja saman hamborgara eftir eigin höfði í völdum veitingastöðum keðjunnar í Bandaríkjunum.

Til að byrja með verður boðið upp á þennan möguleika á 30 veitingastöðum í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Á næsta ári mun hann síðan ná til tvö þúsund staða samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar segir að appið hafi verið í prófun á fjórum veitingastöðum McDonald's í Kaliforníu-ríki síðan árið 2013.

Viðskiptavinir geta valið hvaða brauð, ost, álegg og sósu þeir vilja á borgarann sinn. Þess má geta að skyndibitakeðjan Taco Bell hóf að bjóða upp á hliðstæða þjónustu í haust eins og mbl.is fjallaði um á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK