Tugir milljarða í vexti til bankanna

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Skjáskot af Althingi.is

Frá því að stóru viðskiptabankarnir þrír féllu haustið 2008 hefur vaxtatap Seðlabanka Íslands af viðskiptum við banka hér á landi numið rúmlega 30 milljörðum króna. 800 milljónir króna bætast við þá tölu í hverjum mánuði. 

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á vefsíðu sinni. Hann segir brýnt er að draga úr þessu vaxtatapi Seðlabankans í viðskiptum við bankana. „Færa má rök fyrir því að hægt sé draga úr þessu tapi um helming með því að auka bindiskyldu og hafa hana vaxtalausa. Samkvæmt úttekt AGS beita 86 seðlabankar vaxtalausri bindiskyldu. Seðlabanka Íslands ber að fara eins að til að draga úr tapi sínu og skattgreiðenda.“

Þannig hafi bankarnir ekki þurft á lánum að halda frá Seðlabankanum frá haustinu 2008 vegna rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins. Bankarnir hafi fyrir vikið geymt um 200 milljarða króna í Seðlabankanum og fengið meira en 30 milljarða í vexti. Á sama tíma hafi Seðlabankinn fengið hverfandi litlar vaxtatekjur frá bönkunum fyrir að geyma þessa fjármuni.

„Flestir erlendir seðlabankar beita vaxtalausri bindiskyldu og Seðlabankinn ætti að fara að þeirra fyrirmynd til að draga úr tapi sínu. Seðlabankinn gæti byrjað á því að afnema vexti af þeim 29 milljörðum sem þegar eru á bindiskyldu. Í framhaldinu getur Seðlabanki aukið bindiskylduna í skrefum upp í 100 milljarða og þannig dregið úr tapi sínu um 4 milljarða á ársgrundvelli.“

Grein Frosta í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK