WOW fækkar ferðum til Kaupmannahafnar

Flugliðar WOW air í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugliðar WOW air í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

WOW air fækkar ferðum sínum til Kaupmannahafnar um þriðjung í febrúar. Í flugáætlun WOW air er gert ráð fyrir daglegu morgunflugi til Kaupmannahafnar frá Keflavík fyrstu þrjá mánuði næsta árs en í bókunarvélinni á heimasíðu félagsins hefur ferðunum fækkað niður í allt að þrjár í viku.

Þetta kemur fram í frétt Túrista. Þar kemur fram að WOW muni bjóða upp á sextán ferðir til Kaupmannahafnar en þær voru tuttugu og fjórar í febrúar í ár. Það jafngildir þriðjungs samdrætti. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að engar sérstakar ástæður séu fyrir fækkun ferðanna og flugáætlanir flugfélaga taki stöðugum breytingum. Þá segir hún þetta ekki vera gert sökum minni eftirspurnar en gert var ráð fyrir.

Kaupmannahöfn er sú borg sem næst oftast er flogið til frá Keflavík og fóru um þrír af hverjum fjórum farþegum á þessari flugleið með Icelandair á síðasta ári samkvæmt frétt Túrista.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK