Apple hættir að selja til Rússlands

Gengi rúblunnar er afar óstöðugt þessa dagana
Gengi rúblunnar er afar óstöðugt þessa dagana AFP

Bandaríska tölvufyrirtækið Apple segist ekki geta selt vörur sínar lengur til Rússlands vegna þess hvað rúblan er óstöðug. 

Á vef BBC kemur fram að Apple hefur hætt að selja vörur sínar, svo sem iPhone og iPad í gegnum netið til Rússlands í dag en í gær var gengi rúblunnar í frjálsu falli. Í fyrrakvöld hækkaði rússneski seðlabankinn stýrivexti úr 10,5% í 17%. Í nótt var staða rúblunnar enn verri en þá kostaði hver Bandaríkjadalur 79 rúblur. 

Rússneska fjármálaráðuneytið tilkynnti í morgun um umfangsmiklar aðgerðir til þess að reyna að bjarga rúblunni frá frekara falli og hefur hún heldur styrkst síðustu klukkustundirnar.

Í síðasta mánuði hækkaði Apple verð á vörum sínum í Rússlandi um 20% vegna gengisfalls rúblunnar þar sem verðlækkunin hafði þau áhrif að vörur Apple voru orðnar mun ódýrari í Rússlandi heldur en annars staðar í Evrópu.

Það sem af er ári hefur Seðlabanki Rússland sett um 80 milljarða Bandaríkjadala innspýtingu inn á gjaldeyrismarkaði í þeirri viðleitni að bjarga gengi rúblunnar. Það sem af er degi hefur bankinn sett 2 milljarða Bandaríkjadala inn á gjaldeyrismarkaðinn. En þrátt fyrir þetta hefur rússneski gjaldmiðillinn tapað um helming virði síns í ár gagnvart Bandaríkjadal á sama tíma og olíuverð er á niðurleið og viðskiptaþvinganir vesturlanda eru farnar að bíta hressilega á rússnesku hagkerfi.

Á BBC er áhugaverð grafík sem sýnir þróun mála í Rússlandi undanfarin misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK