Björn Ingi stjórnarformaður DV

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert

Ný stjórn DV ehf., sem á og rekur DV og DV.is, var kjörin á hluthafafundi sem haldinn var á skrifstofu miðilsins í dag. Björn Ingi Hrafnsson tók þá við sem stjórnarformaður félagsins. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Þar segir ennfremur, að auk Björns Inga hafi Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar, og lögmaðurinn Sigurvin Ólafsson verið kjörnir í þriggja manna stjórn. Varamaður í stjórn verður Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga.

Fram kemur, að Reynir Traustason, fyrrum ritstjóri DV, og Jón Trausti Reynisson, fyrrum framkvæmdastjóri DV, hafi báðir mætt á fundinn, en þeir eru enn á meðal hluthafa í félaginu. Auk þeirra mætti fráfarandi stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK