Segir efni samningsins hafa legið fyrir

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ekkert í þessum samningi sem er nýtt eða kemur neinum á óvart vegna þess að allur málatilbúnaður Mjólkursamsölunnar byggir á honum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem MS þurfti að greiða 370 milljóna sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Taldi áfrýjunarnefndin að ekki hafi komið fram haldbærar skýringar af hálfu MS, hvers vegna samningurinn hafi ekki verið lagður fram sem gagn við meðferð Samkeppniseftirlitsins. 

Segir í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar að nefndinni sé ekki unnt að taka efnislega afstöðu til málsins, og á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sé réttast að vísa málinu aftur til Samkeppniseftirlitsins til nýrrar rannsóknar.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekenda, segir það orka mjög tví­mæl­is að öfl­ug, markaðsráðandi fyr­ir­tæki kom­ist upp með að tefja málsmeðferðina með því að leyna fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu gögn­um sem síðan séu dreg­in upp við málsmeðferðina hjá áfrýj­un­ar­nefnd.

„Samningurinn er megininntakið í málatilbúnaði MS í gegnum alla rannsókn málsins. Síðan sjáum við í haust að ekki er vísað í samninginn í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og þá setjum við hann inn í málið sem gagn, því við teljum að hann styðji frekar málatilbúnað okkar,“ segir Einar og bætir við að fyrirtækið hafi við rannsókn Samkeppniseftirlitsins skilað inn öllum þeim gögnum sem kallað var eftir. „Verkaskiptingin og framleiðniskiptingin sem kemur fram í samningnum var uppi á borðinu við meðferð málsins,“ segir Einar. 

„Áfrýjunarnefndin telur að það þurfi að rýna í efni og framkvæmd samningsins til að það teljist fullrannsakað og við munum afhenda allar upplýsingar sem við höfum til þess að geta varpað skýrari ljósi á þetta,“ segir Einar að lokum. 

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK