Fá ekki árslaun í kaupauka

Fresta þarf að lágmarki 40% af kaupaukagreiðslum í að minnsta …
Fresta þarf að lágmarki 40% af kaupaukagreiðslum í að minnsta kosti 3 ár. mbl.is

Fjármálaráðherra mun hverfa frá fyrri tillögum um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem opnuðu á að starfsmenn í fjármálageiranum gætu fengið kaupauka sem næmi allt að 100% af árslaunum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er nú lagt upp með að kaupaukar geti að hámarki verið 25% eða 50% af árslaunum. Samkvæmt núgildandi reglum, sem voru settar af FME árið 2011, geta árangurstengdar greiðslur mest verið 25% af árslaunum. Ekki stendur því til að gera umfangsmiklar breytingar á núverandi reglum um hámarksgreiðslur vegna kaupauka.

Til skoðunar er hins vegar innan fjármálaráðuneytisins að smærri fjármálafyrirtækjum verði veittar rýmri heimildir til að greiða út hærri bónusgreiðslur til starfsmanna en stóru viðskiptabankarnir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag .

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK